Íslensk stéttaskipting í (tón)verki

Það var sagt frá því í blaði í dag að haldnir hefðu verið sérstakir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands einungis ætlaðir Lexus-eigendum.
Ekki er að efa að kvöldið hefur verið vel heppnað en svolítið sérstakt er það óneitanlega að  listafólk úr hópi lægst launuðu starfsmanna hins opinbera sé sérstaklega ráðið til að skemmta auðuga liðinu. Ég er eiginlega alveg viss um að enginn félaga Melabandsins hefur ráð á að kaupa sér Lexus - þótt söngvararnir hafi það kannski. Ég vona að hljóðfæraleikararnir hafi líka hafi fengið vel greitt fyrir framlagið.
Hér áður fyrr var listafólk oftast nær eins konar ölmusulýður við hirðir Evrópuaðalsins og kannski er þróunin svipuð hér á landi. Nær því allar listasamkomur eru nú orðið í boði einhverra peningafursta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband