3.12.2007 | 08:41
Skynsamleg viðbrögð
Það er alltaf athyglisvert þegar ráðamenn þora að leggja umdeild mál fyrir þjóð sína. Og það er einn besti prófsteinninn á stjórnmálamann hvernig hann bregst við því að tapa þannig máli.
Breytingum Chavez hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli fyrr frjósi ekki í helvíti en að íslenskir ráðamenn nái þeim þroska og því þori að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur hér um mikilvæg mál?
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.12.2007 kl. 08:54
Afhverju ætti að vera þjóðar atkvæða greiðsla? Ef þú vilt fá að sjá hvernig árangur er af þjóðaratkvæða greiðslum þá ættiru að skoða sögu Sviss. Þar var ekki fyrr en 1975 að mig minnir sem loksins var samþykkt að konur fengju kosningar rétt. Að halda konsingar um allt og ekkert og láta þjóðina kjósa trekk í trekk, mun ekki leiða til einhverja galdra lausna.
Fannar frá Rifi, 3.12.2007 kl. 10:18
Konur í Sviss fengu kosningarétt árið 1971. Saga síðustu aldar í því landi er reyndar mjög áhugaverð eins og hér má lesa í stuttu máli.
Þjóðaratkvæði eru almennt séð fremur undantekning en regla svo það er langt frá því að haldar séu ,,kosningar um allt og ekkert". Yfirleitt snúast þær um breytingar á stjórnarskrá eða mjög umdeild mál í samfélaginu og kosturinn við þessa leið er að hún kallar á umfjöllun og kynningu.
Ár & síð, 3.12.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.