1.12.2007 | 10:15
Hryðjuverkamenn
Víða heyrir maður undrunartón í konseptliðinu: ,,Hvað er þetta, skilja Kanadamenn ekki grín? Þetta er list."
En auðvitað er þetta hótun um hryðjuverk í hugum fjölda fólks sem hefur verið kennt að vera á varðbergi. Það er hvorki fyndið né frumlegt að skilja eftir sprengjur eða eftirlíkingar af þeim á almannafæri. Ef menn efast um það má t.d. spyrja fórnarlömb símaklefasprengjumannsins í Kaupmannahöfn eða Una-bomberans í Bandaríkjunum.
Það er allt í lagi að hafa í huga að í Gvantanamó á Kúbu sitja hundruð manna sem margir hverjir hafa dúsað þar í hálfan áratug fyrir lítt meiri sakir en þetta. Og allt er það gert með þegjandi samþykki íslenskra yfirvalda sem líklega munu þá áfram hafa sömu afstöðu og skipta sér ekki þessu máli þótt að þessu sinni sé um Íslending að ræða. Eða eigum við kannski von á nýju þjóðarátaki: Sprengjufíflið heim!
Getur búist við 4 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekkert grín. Þetta eru nákvæmlega þau viðbrögð sem hann mátti búast við, ef hann skilur það ekki þá er hann fífl.
En kannski var það hluti af gjörningum að láta handtaka sig og ef til vill að sæta meðferð líka? Ef hann fengi 4 ár þá væri það með lengstu gjörningum sem um getur og slægi Silvíu Nótt margfalt út.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 12:30
Matti, ertu lagður af af stað í ferðalagið: Komið með...
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 14:56
Mér finnst þetta segja ýmislegt um paranoju yfirvalda. Það var tilkynnt um EKKI sprengju en það er tekið sem sprengja. Hverjir eru fíflin í þessu dæmi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2007 kl. 17:20
Já, ég skil það núna. Þegar alvörusprengju er komið fyrir er hún auðvitað merkt: ÞETTA ER ALVÖRUSPRENGJA!!!
Skyldi Bush vita af þessu?
Ár & síð, 1.12.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.