29.11.2007 | 16:33
Ólán í láni
Hvađ kostar ađ taka bankalán til íbúđakaupa til 40 ára sé gert ráđ fyrir 3% verđbólgu allan lánstímann? Svariđ kemur á óvart ţví útkoman getur veriđ mjög breytileg.
Hjá Glitni kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnćđislán međ jöfnum greiđslum alls 79,3 milljónir međ vöxtum og verđbólguţćtti.
Hjá SPRON kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnćđislán međ jöfnum greiđslum alls 75,5 milljónir međ vöxtum og verđbólguţćtti.
Hjá Landsbankanum kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnćđislán međ jöfnum greiđslum alls 76,8 milljónir međ vöxtum og verđbólguţćtti.
En nú kemur ţađ athyglisverđa sem fáir virđast gera sér grein fyrir og Landbankinn einn gefur kost á í reiknivélum sínum:
Hjá Landsbankanum kostar 40 ára 15 milljóna kr. húsnćđislán međ jöfnum afborgunum alls 56,9 milljónir međ vöxtum og verđbólguţćtti.
Ţađ munar sem sagt um 20 milljónum á ţessu 40 ára tímabili hvort mađur tekur lán međ jöfnum greiđslum eđa jöfnum afborgunum. Bankarnir halda muninum ekki mikiđ á lofti en allar fjölskyldur hlýtur ađ muna um hálfa milljón á ári ađ jafnađi.
Húsnćđislán binda bankaviđskipti fólks og ţví er sjálfsagt ađ kynna sér vel alla kosti sem í bođi eru áđur en sá hnútur er hnýttur.
Kaupţing var ekki tekiđ međ í ţessari umfjöllun ţví reiknivélin ţar gefur ekki kost á ađ skođa verđbólguţáttinn. Notast er viđ reiknivélar bankanna sjálfra.
Ţađ er svo allt annađ mál hve miklu skynsamlegra ţađ er ađ taka lán til 25 ára en 40.
100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500 | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Athyglisvert... og merkilegt hvađ bankarnir eru allir samtaka í öllu. Ćtli Samkeppnisstofnun viti af ţessu? Annars er fróđlegur pistill um muninn á innlendum og erlendum lánum hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.11.2007 kl. 20:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.