Eignaskiptatrygging er nauðsyn

Stöðugt berast fréttir af fólki sem hefur keypt fasteignir í verra ástandi en gert var ráð fyrir. Skoðunarskylda kaupenda er að vísu rík rík en er hægt að ætlast til þess að þeir sjái galla sem koma ekki í ljós nema húsið sé tekið í sundur að meira eða minna leyti?

Danir hafa töluverða reynslu af eignaskiptatryggingum. Þær eru teknar í kjölfar lögbundinnar ástandsskýrslu sem á að lýsa eigninni eins og hún er. Þótt skýrslan sé fín er ekki þar með sagt að fasteignin sé gallalaus. Fólk er þá tryggt gegn skemmdum og göllum sem eru fram yfir það sem eðlilegt má teljast miðað við aldur eignar. Gallinn þarf að uppgötvast á tryggingatímabilinu en þó þannig að hann hafi verið til staðar við kaupin en ekki uppgötvast við gerð ástandsskýrslu. Tryggingin nær ekki til eðlilegs slits. Í löggjöf er að finna lágmarkskröfur til skilmála tryggingarinnar.

Seljandi getur borið ábyrgð á göllum fasteignar í allt að 20 ár eftir sölu svo það er líka hagkvæmt fyrir hann að hafa trygginguna.

Kvörtunum yfir göllum á fasteignum hefur fjölgað um nær 50% á 4 árum í Danmörku og um fimmta hver kvörtun leiðir til þess að kaupandi fær bætur vegna galla í eignum.

Er ekki kominn tími til þess að svipað tryggingaform sé tekið upp hér á landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tel að það sé full ástæða til þess, miðað við þann hraða sem viðhafður er við húsbyggingar, þar sem magn virðist skipta máli en gæði.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.11.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband