16.10.2007 | 20:12
Sala áfengis í matvöruverslunum
Enn er lagt til að áfengi verði selt í almennum matvöruverslunum. En verði það leyft þýðir það að enginn starfsmaður í viðkomandi verslunum má vera undir áfengiskaupaaldri, það er yngri en tvítugur. Hvað ætli það þýði fyrir flestar þessara verslana? Hvað þýðir það fyrir skólafólk í leit að aukastörfum?
Og af hverju að takmarka áfengissöluna við matvöruverslanir? Hvers vegna mætti ég ekki kaupa mér rauðvín í sömu búð og ég kaupi glösin undir það?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.