Hættuleg alræðishyggja

Oft hefur verið rætt um flokkaflakkara og sýnist sitt hverjum. Margir skipta um skoðun í þeim málum eftir því hvernig þau snerta þá persónulega en kjarni málsins er þessi: Fólk er kjörið. Það getur skipt um skoðun eða fundist samherjarnir hafa skipt um skoðun og það vill því ekki fylgja þeim. Þá hafa kjörnir fulltrúar leyfi til að draga sig út úr því samstarfi.
    Snúum dæminu við. Ef menn eiga að hætta sjálfvirkt þegar samstarfi við ákveðinn flokk lýkur gæti flokksforysta t.d. ákveðið að rekja úr flokknum þingmann sem væri óþægur ljár í þúfu. Þar með væri hann sjálfkrafa dottinn úr þingflokknum og annar tekinn við. Vilja menn í raun sjá þetta gerast?  Er þá ekki orðið stutt í einræðisvald flokksforystunnar.


mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

En í þessu tilfelli var það hún sem fór. Hún fór af því að hún var ekki kosin í það sæti sem hún vildi. Auðvitað á hún þá ekki að halda sæti sínu í borginni. Kjósendur kusu flokkinn ekki hana persónulega eins og hún heldur fram.

Halla Rut , 16.10.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Ár & síð

Það skiptir ekki máli hver ástæðan er fyrir brottförinni. Fólk er kosið þótt það sammælist um að bjóða sig fram á ákveðnum listum. Hún sat í minnihluta borgarstrjórnar en enginn mótmælti því.

Ár & síð, 16.10.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband