Ég var klukkađur

Ég var klukkađur, mér algjörlega ađ óvörum (skammastín, Gréta Angry ). Hér koma 8 atriđi um mig sem eru á fárra vitorđi (reyndar er ég sem betur fer almennt séđ á fárra vitorđi):

  1. Eitt sinn í ćsku féll ég niđur ţverhnípt bjarg um 8 metra hćđ en lenti í vírneti í gömlum heyvagni og lifđi ţađ af.
  2. Ég sat 6 ára gamall hest sem fćldist, ég flaug af baki og brotnađi svo illa á olnboga ađ hefđi dr. Snorri Hallgrímsson ekki veriđ lćknir á Landspítalanum vćri ég nú einhentur.
  3. Ég var í sveit í Hamragörđum undir Eyjafjöllum og byrjađi ţar ađ reykja 9 ára gamall. Ég hćtti reyndar fljótlega aftur – í bili.
  4. Ég var sumarmađur á Gunnarholtshćlinu í 3 ár og ţegar ég eignađist norska kćrustu skildi hún ekkert í ţví ađ allir rónar bćjarins ţekktu mig međ gćlunafni.
  5. Ég seldi byssuna mína í Ţrándheimi og frétti fyrst síđar ađ ţriggja skota haglabyssur vćru bannađar í ţví landi svo ég hef smyglađ ólöglegu vopni til Noregs.
  6. Ólína Ţorvarđardóttir ritskođađi einu sinni texta eftir mig sem átti ađ flytja á 1. desember skemmtun í Háskólabíói.
  7. Ég hef gengiđ frá Evrópu til Asíu yfir fljótiđ Ob á ís viđ heimskautsbaug.
  8. Ég ţarf ađ fara til Ungverjalands og herma loforđ upp á konu sem vill gera mig ađ heiđursfélaga ungversku bútasaumssamtakanna.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ţú hefur greinilega ekki veriđ feigur, Matthías G.!

Ţetta er glćsileg upptalning hjá ţér. Hvađ varstu ađ ţvćlast ţarna viđ heimskautsbauginn? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Ár & síđ

Ég var fararstjóri lítils hóps íslenskra unglinga á alţjóđamótiđ Children of The Arctic í Vorkúta og Salekhard (áđur Obdorsk). Viđ fararstjórarnir fórum t.d. fyrstir Vesturlandabúa (a.m.k. sem frjálsir menn) niđur í kolanámurnar miklu viđ Vorkúta og ţađ var sko lífsreynsla.

Ár & síđ, 13.10.2007 kl. 11:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband