3.10.2007 | 17:45
Vandamál víðar
Á dögunum sá ég þátt í norsku sjónvarpi þar sem fylgst var með þjófamarkaði í Litháen. Framboð var þar gríðarlegt af alls kyns varningi. Í þættinum kom fram að 140 Litháar sitja nú í fangelsum í Noregi. Það er gríðarhá tala. Þetta er skipulögð útgerð en við erum þó (að mestu) laus við þann vanda sem bílaþjófnaður útlendinga er, bílum verður ekki komið svo glatt úr landi.
Sjö í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða þjófnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir nokkrum árum var sýnt í norsku sjónvarpi þáttur um Rússa sem voru í flóttamannamóttökum og höfðu sótt um hæli í Noregi. Þeir notuðu tímann vel við búðarþjófnaði á meðan beðið var eftir afgreiðslu málanna. Sýnt var hvernig þeir fóðruðu stórar töskur með álpappir til að komast gegnum þjófavarnakerfi.
Það eina sem gerðist eftir þeir voru teknir var að þeim var vísað úr landi.
Í stóru vöruhúsi í Ósló var stolið miklu af kvennærfötum. Við skoðun eftirlitsmynda sást til þjófanna. Það voru líka útlendingar í þjófnaðarferð en ekki frá Eystrasaltsríkjum. Þeir voru teknir við sænsku landamærin.
Heidi Strand, 4.10.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.