3.10.2007 | 17:45
Vandamál víðar
Á dögunum sá ég þátt í norsku sjónvarpi þar sem fylgst var með þjófamarkaði í Litháen. Framboð var þar gríðarlegt af alls kyns varningi. Í þættinum kom fram að 140 Litháar sitja nú í fangelsum í Noregi. Það er gríðarhá tala. Þetta er skipulögð útgerð en við erum þó (að mestu) laus við þann vanda sem bílaþjófnaður útlendinga er, bílum verður ekki komið svo glatt úr landi.
![]() |
Sjö í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða þjófnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eina sem gerðist eftir þeir voru teknir var að þeim var vísað úr landi.
Í stóru vöruhúsi í Ósló var stolið miklu af kvennærfötum. Við skoðun eftirlitsmynda sást til þjófanna. Það voru líka útlendingar í þjófnaðarferð en ekki frá Eystrasaltsríkjum. Þeir voru teknir við sænsku landamærin.
Heidi Strand, 4.10.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.