Veðurhamur

Ég vaknaði um 5 leytið í morgun við að slagveðrið lamdi húsið að utan. Inni var hlýtt og notalegt en fátt utandyra sem freistaði.
Ég fór fram út, fékk mér vatnsglas og horfði  á regndropana renna niður glerið. Í þann mund sem ég ætlaði að fara að skríða upp í að nýju heyrði ég smell í bréfalúgunni. Fréttablaðið var komið. Ég leit út um gluggann og sá grannvaxinn mann skjótast hjá.
Ég lagðist svo aftur undir sæng og hugsaði um leið og svefninn færðist yfir:
 ,,Á hvaða tungumáli skyldi þessi maður bölva veðrinu"?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband