Bush og bin

Langtímamarkmið al-Kaída (Byrgisins) þurfa ekki að koma neinum á óvart.
Þessi hryðjuverkasamtök líta á Bandaríkin sem höfuðóvin sinn og vilja vinna
þeim allt til miska. Í því ljósi er innrásin í Írak því fáránlegri og
tilgangslausari sem Saddam var sá stjórnandi í Austurlöndum nær sem líklega
var andsnúastur bin Laden og hryðjuverkasamtökum hans. Allur sá harmleikur
hefur í raun ekki gert neitt annað en að styrkja al-Kaída.

Það er svo annað mál að aftur virðist bin Laden stefna að því að hafa áhrif
á kosningar í Bandaríkjunum, efla ótta þjóðarinnar og fá hana til að kjósa
repúblikana. Málið er hins vegar hvort þjóðin lætur blekkjast einu sinni
enn.

mbl.is Bush segir myndband bin Ladens sýna hver langtímamarkmið al-Qaeda séu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hmmm, leynilegt samkoulag milli bin og Bush?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

samkoMulag!

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Ár & síð

Það held ég ekki, Greta. Þetta er ekki eins og 1980 þegar beðið var með að afhenda gíslana í Íran þar til demókratar höfðu tapað kosningunum. En ég held að sagan sýni að áhrifamenn í Austurlöndum nær vilji fremur repúblikana en demókrata við stjórnvölinn í Bandaríkjunum, af hvaða ástæðum sem það nú er. Og þetta er alls ekki mín einkakenning, öðru nær.

Ár & síð, 8.9.2007 kl. 10:36

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Geturðu bent mér á lesningu um þessa kenningu, Matti? Þetta virkar dálítið einkennilega að þeir vilji frekar harðlínumennina, gefa þeir kannski klárari mynd óvininum, Sámi frænda, til að berja á?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband