27.8.2007 | 12:55
Hermenn sem trúa á hvað?
Hafa ber í huga að umtalsvert hlutfall ísraelskra hermanna í byggðum Palestínu er ekki gyðingar heldur bedúínar. Trúa þeir ekki flestir á Allah?
Úr hvorum hópnum ætli hlutfallslega fleiri deyi?
Þessi frétt undirstrikar bara enn einu sinni hvers konar rugl er í gangi í þessum heimshluta. Það þarf að ná guði út úr þessari jöfnu svo hægt sé að reikna dæmið til enda og finna lausn á vandanum.
Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar er ég nú að nokkru sammála þér. Það eru mörg stríð háð á grundvelli trúar út um allan heim. Það vekur upp hjá mér spurningar hvort trúin sé réttlætanleg.
Kristin trú er trú friðar en samt hafa kristnir barist við aðra kristna, múslimar berjast við aðra múslima o.s.frv. og það allt saman í nafni trúar sinnar.
Steinn Hafliðason, 27.8.2007 kl. 15:16
Kemur þessi máli ekki við - en ég er búin að lána fyrstu 25 dollarana mína eftir að hafa lesið greinina eftir þig í mogganum.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 28.8.2007 kl. 13:42
Flott hjá þér, Kristín. Var bent á fína grein á öftustu síðu sunnudagsmogga um KIVA sem ég hafði ekki séð. Flott hjá fiðluleikaranum. Það verður gaman að sjá fleiri íslensk nöfn þegar maður skoðar hverjir hafa lánað. Í ljósi færslunnar sem þessar athugasemdir eru gerðar við vona ég að margir láni fólki í Palestínu, ekki mun af veita.
Ár & síð, 28.8.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.