Leiðsögumaðurinn

 

NilsUtsi Það var gaman að endurnýja kynnin við norsku Samamyndina Leiðsögumaðurinn sem nú er um það bil 20 ára gömul. Helgi Skúlason var svipljóta illmennið sem aldrei sagði orð og fékk að lokum makleg málagjöld. Og seiðkarlinn  lék Nils Utsi sem ég hef einu sinni hitt eitt snjóþungt febrúarkvöld 1978 í Tromsö þegar ég heimsótti Pétur og hann skipulagði skákkvöld með norskum vinum sínum. Nils vann okkur báða og hrópaði í gleði sinni: ,,Eru hér ekki fleiri Íslendingar sem ég get malað!"
Nils hefur m.a. leikstýrt verkinu Með vasa fulla af grjóti í þjóðarleikhúsi Sama en þeir Stefán Karl og Hilmir Snær slógu í gegn í sama verki hjá Þjóðleikhúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband