17.8.2007 | 14:23
Hvað er nóg? Hvenær er nóg komið?
Heilsugæsla er dýr. Við státum okkur af góðri heilsugæslu, langlífi og hraustri þjóð. Það gerist ekki af sjálfu sér.
Á undanförnum 20 árum hafa t.d. ADHD-samtökin og mörg önnur félög til stuðnings börnum með taugafræðilegar raskanir barist fyrir auknu fjármagni til BUGL. Þrátt fyrir ýmis fögur orð hefur þó þessi deild alltaf setið á hakanum og ástandið versnað ár frá ári.
Nú kemur ungur og drífandi ráðherra og sýnir að þetta var alltaf hægt, það var bara spurning um forgangsröðun. Auðvitað á að gefa börnum forgang. þau eru framtíðin, til góðs eða ills eftir því hvernig þessi kynslóð heldur á spöðunum.
Gott hjá þér, Guðlaugur. Áfram, Borgarnes!
Eru 150 milljónir nóg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér, Matti. En betur má ef duga skal. Áfram, Guðlaugur.
Var rétt áðan að hlusta á mjög fróðlega frásögn íslendings sem búið hefur í Finnlandi í eitt ár, um aðbúnað barna þar. Hann er mjög hrifinn af honum og skil ég það vel. Finnar virðast skilja mjög vel að það er lykilatriði fyir velferð einnar þjóðar að setja velferð barnanna á oddinn þegar kemur að fjárútlátum ríkisins. Athyglisvert að heyra um hvernig þeir byggja menntun og skólkerfi upp, sérstakleg um áherslur þeirra í grunnskólanum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.8.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.