17.8.2007 | 13:11
Dauðaslys og sjálfsvíg
Umræða um sjálfsvíg og tíðni þeirra er alltaf erfið. Gott er að heyra að Finnar hafa fækkað þeim með markvissum aðgerðum og sjálfsagt er hjá Íslendingum að huga að því sama, eitt sjálfsvíg er einu of mikið.
Það leiðir hins vegar hugann að þeim dauðaslysum sem verða í umferðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum slepptu nær allir þeir, sem dáið hafa í umferðinni í ár, því að nota öryggisbelti. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á grein um umferðarslys í Svíþjóð þar sem menn gerðu því skóna að allt að þriðjungur dauðaslysa á vegum úti þar í landi væri í raun sjálfsmorð. Bílstjórar stórra flutningabíla hafa lýst því hvernig bíll á fullri ferð á móti færir sig skyndilega yfir á þeirra vegarhelming og ökumaðurinn brosir jafnvel til þeirra andrána áður en bílarnir skella saman og sá á litla bílnum deyr auðvitað samstundis.
Er rangt að álykta að maður sem ekki gætir sjálfsagðra öryggiskrafna og ekur að auki glæpsamlega hratt og ógætilega sé í raun í sjálfsvígshugleiðingum?
Skyldi einhver úttekt hafa verið gerð á þessu á Íslandi eða er málefnið ef til vill of viðkvæmt til þess?
![]() |
Færri fremja sjálfsvíg í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglisverð pæling, manni (mér) hefur einhvern veginn ekki dottið þetta í hug áður.
En hryllilegt að gera annan mann viljandi valdan að dauða sínum, ef þetta er rétt - hvers á bílstjórinn á stóra bílnum að gjalda?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.8.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.