El Grillo bjór og Lille-Svend

Það var gaman að sjá hann Eyþór á Seyðisfirði kynna nýja bjórinn sinn í sjónvarpinu í gær. Eyþór veit hvað hann syngur í þeim málum en hann leigði okkur hjónum íbúð í Roskilde í tvö ár frá 1978-80 þegar hann vann sem þjónn á fínni stöðum Kaupmannahafnar.
Eyþór leigði líka íbúðina á 2. hæð en þar bjó þjónninn Lille-Svend. Sá var töluvert drykkfelldur en mjög góð sál. Ef maður kom í heimsókn stóð fyrr en varði bjór, snafs og portvín fyrir framan mann. Ef hann mætti okkur með Önnu Lindu, þá 4-5 ára, fékk hann hana lánaða til að fara út í sjoppu og kaupa ís.

Ég vona að salan á El Grillo bjórnum gangi vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband