Verslunar-hvað?

Það er svolítið spaugilegt að sitja hérna í Köben og hlusta á íslenskar sjónvarps- og útvarpsfréttir. Það er engu líkara en að fréttaheimurinn íslenski sé hreinlega að fara á límingunum vegna þess að nokkur þúsund manns ætla að tjalda í roki og rigningu. Og svo er sýndar myndir í beinni útsendingu af hálftómum þjóðvegum. Hér eru tugir ef ekki hundruð þúsunda á ferð og flugi, búa á hótelum, gistiheimilum af öllu tagi og á tjaldstæðum í risastórum hópum en ekki sífellt verið að klifa á ekki-fréttum af þessu, það er hreinlega ekkert fréttnæmt við það að fólk fari í frí.

Mikið væri nú gaman ef fjölmiðlar tækju sig til og hættu þessu verslunarmannahelgarstagli og færu að segja áhugaverða fréttir í þess stað. Af nógu er að taka þótt það detti ekki allt niður í hausinn á þeim frá stóru fréttaveitunum. Og þá er ég ekki að tala um stöðugar auglýsingar fréttastofanna á starfsemi strípidansstaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband