11.6.2007 | 22:16
Skoðanir - ekki hlutleysi
Michael Moore er auðvitað ekkert hlutlaus áhorfandi. Hann sér samfélag sem honum finnst margt athugavert við og reyndir að lýsa því eins og hann sér það. Hann er oft skarpskyggn en auðvitað getur honum orðið á og stundum sést hann ekki fyrir. Yfirleitt er þó gaman að honum og eitt allra beittasta sjónvarpsefni sem ég hef séð var þegar hann safnaði saman fólki sem hafði misst hafði röddina vegna reykinga, óbeinna eða beinna. Hann stofnaði með þeim kór, æfði jólalög og heimsótti tóbaksfyrirtækin. Það var magnað sjónvarpsefni.
Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.