Heidi sýnir í Ráðhúsinu

Í gær opnaði hún Heidi sýningu sína í Ráðhúsinu í Reykjavík. Opnunin tókst mjög vel, fólk stansaði lengi og gaf sér tíma til að spjalla og verkin njóta sín vel í Tjarnarsalnum. Það er afar gaman að bjóða svona fjölda fólks sem maður þekkir og hefur kynnst hér og þar á frekar langri ævi og sjá hve margir þekkjast eða hafa hist á alls konar vettvöngum lífsins.

Heidi sýnir þarna 17 veggverk og svo skúlptúra sem hún vinnur með nálaþæfingu og ég hvet áhugasama um textil- og myndlist til að gefa sér tíma til að koma við í Ráðhúsinu einhvern tíma næstu tvær vikurnar. Trúarleg stef hafa alltaf verið fyrir hendi í verkum Heidi þegar að er gáð og ég held að enginn sem hugsar eitthvað um þau mál verði fyrir vonbrigðum á þessari sýningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband