8.6.2007 | 22:39
Er hann að vakna?
Bush er kannski að byrja að átta sig á því hvernig staðan er í Evrópu. Ég er samt ekki viss. Hvert á annars að skjóta þessum eldflaugum? Vestur á bóginn?
Reyndar held ég að stríðsherrann Bush hafi valdið Bandaríkjaher óbætanlegum skaða. Bandaríkjamenn hafa alltaf staðið með sínum hermönnum sem eru að verja "okkur" eins og sagt er þar vestra. En nú er þjóðin að átta sig á því að herinn er ekkert að því heldur hefur verið att á forað sem kemur bandarísku þjóðinni ekkert við.
Hermenn fórna lífinu í öðrum tilgangi en að vernda hagsmuni þjóðarinnar. Mér segir svo hugur um að samúðin og samkenndin muni bíða óbætanlegt tjón.
Bush: Myndi fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.