Skattfrelsi eldri borgara

Umræðan um lífeyri og jaðarskatta hefur ekki farið fram hjá neinum. Hér á landi hefur staðan löngum verið sú að það hefur alls ekki borgað sig fyrir eldra fólk að vinna og sagt hefur verið frá mörgum dapurlegum dæmum um þessi rangindi.

Þessir hlutir eru víðar ræddir og nú hafa dönsku vitringarnir, þ.e. þriggja manna ráðgjafa- og sérfræðinefnd í fjármálum, lagt til að fólk á aldrinum 64 til 65 ára geti unnið og fengið laun sín skattfrjáls. Þetta er ekki síst gert til þess að halda fólki lengur í atvinnulífinu en annars í samfélagi sem hefur mikla þörf fyrir starfskrafta þess. Það má líka hafa í huga að sú kynslóð hefur lagt það mikið af mörkum til uppbyggingar samfélagsins að það er allt í lagi fyrir ríka þjóð að leyfa henni að njóta þess á einhvern hátt.

Gæti ekki komið til greina að leyfa t.d. öllum sem orðnir eru 67 ára að vinna skattfrjálst að vild og án þess að það skerði lífeyri? Ég er sannfærður um að sé dæmið reiknað til enda græði allir, jafnt samfélagið sem þeir sem af þessum ástæðum myndu framlengja atvinnuþátttöku sína.


mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Forvitnileg hugmynd.  Ég væri meira en til í að sjá þetta dæmi reiknað til enda.

Gunnar Freyr Steinsson, 31.5.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband