22.5.2007 | 18:12
Gaman, gaman! (eða þannig)
Það er alltaf gaman að fylgjast með umræðum þeirra sem allt hugsa á einhverjum pólitískum kremlólógíunótum þegar ráðamenn vilja ekkert segja. Upp koma alls konar fáránlegar kenningar tengdar úthlutun og hagsmunapoti, fjarveru eins og nærveru annars, og menn draga svo langsóttar ályktanir af sínum eigin spuna að sjálfur Munchausen hefði orðið stoltur.
En þetta fer að mestu eins og við mátti búast, fáar tilnefningar ef þá nokkur á eftir að koma á óvart og eftir viku er allur spuninn gleymdur og menn farnir að finna sér nýjan þráð.
En menn geta ekki lengur kennt fásinninu um.
Málefnasamkomulag kynnt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.