20.5.2007 | 22:54
Fylgi og hundalógík
Því hefur verið haldið fram (í fullri alvöru að því er best verður séð) að útstrikanir á BB í Reykjavík suður þýði í raun að 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir stuðningi við hann.
Með sömu hundalógík má halda því fram að aðeins 30,5% Íslendinga með kosningarétt hafi lýst yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn (að teknu tilliti til þeirra sem ekki mættu á kjörstað). Það er nefnilega sú hundraðstala kjósenda sem ekki greiddi xD atkvæði sitt.
Það er slæmt ef röksemdafærsla af þessu tagi verður efst á baugi hjá ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar.
Árni og Björn færast niður um eitt sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.