20.5.2007 | 14:31
Algjört dúndur!
Tónleikarnir í gærkvöldi voru eiginlega alveg einstakir. Hljómheimur Gorans er greinilega einstaklega fjölbreyttur og tónlistin kom sífellt á óvart. Og það var gaman að átta sig á því að hann hafði samið tónlistina í hina mjög svo sérstöku kvikmynd Tuvalu sem sýnd var í Háskólabíói hér um árið á einhverri kvikmyndahátíðinni. Myndin var stórfurðuleg en tónlistin frábær.
Það var líka gaman að sjá Goran flytja lagið This is a Film úr Arizona Dream sem Iggy Pop söng.
Fjöldi fólks hefur flust til Íslands frá löndum Austur-Evrópu á undanförnum árum og meðal annars það gefur okkur færi á að sjá svona tónlistarmenn hér. Fyrir aðeins um 6 árum hefði varla verið fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að fá hann hingað vegna þess að það hefðu örugglega ekki selst nógu margir miðar þá.
Mikil stemning í Laugardalshöll í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottir tónleikar en stólarnir í Höllinni eru ekki gerðir fyrir breiða afturenda.
Heidi Strand, 23.5.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.