Borgarastyrjöld!

Menn hafa um alllangt skeið deilt um hvort borgarastyrjöld sé í gangi í Írak. Ráðamenn innrásarþjóðanna hafa neitað því hingað til en nú virðist danska njósnastofnunin vera komin á þá skoðun að svo sé. Eftir fjögurra ára hersetu og gríðarlegt mannfall er landið klofið á þvers og kruss, bæði á trúarlegum nótum og þjóðernislegum.
Bjarmalandsförin mikla virðist því ætla að leiða til alls þess sem sagt var fyrir í svartsýnustu spádómum manna í stríðsbyrjun - og það þýðir ekkert að segja: ,,En við gátum ekki séð það fyrir".
Frakkar sáu það fyrir og Rússar sáu það fyrir og báðar þjóðir reyndu að vara við en öfgamenn allra landa eiga það sameiginlegt að hafa valkvæða heyrn.. 


mbl.is Á annan tug fórust í sprengjuárásum í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband