3.5.2007 | 13:52
Snjöll hugmynd!
Oft er rætt um dópneyslu á veitingastöðum og veitingamenn kvarta yfir að erfitt sé að takast á við þennan vanda.
Nú hefur veitingamaður í Árósum fundið snjalla lausn, hann varð sér einfaldlega úti um dóphund og hefur hann hjá sér á staðnum. Ástandið hefur batnað mikið á staðnum hans í kjölfar þessa, menn hverfa úr biðröðinni þegar þeir sjá hundinn eða snúa við í dyrunum. Kannski er þetta eitthvað fyrir íslenska veitingamenn?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst snilld að manninum skuli yfirhöfuð hafa dottið þetta í hug, hvað þá að framkvæma þetta.
Gunnar Freyr Steinsson, 4.5.2007 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.