Bretónskt brum & barokk

Í dag stóð Ritlistarhópur Kópavogs fyrir skemmtilegri uppákomu á Highlander-kránni. Þar fluttu þrjú bretónsk skáld ljóð sín og sýnu öflugastur var hann Bernez Tangi, lágvaxinn maður með mikinn makka sem þylur löng ljóð og syngur, einstakur flytjandi. Vandaðar þýðingar Ólafar Pétursdóttur á ljóðunum voru líka lesnar auk þess sem íslensk skáld fluttu ljóð sín og var þetta einstaklega vel heppnuð samkoma.

Í kvöld fórum við svo á tónleika Camerata Drammatica sem flytur barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Händel var auðvitað fyrirferðarmikill en sveitin lauk flutningi sínum með Búrlesku Kíkóta eftir Telemann með miklum tilþrifum. Að öðrum ólöstuðum var mest gaman að fylgjast með fiðluleiðaranum Peter Spissky sem stjórnaði hópnum af röggsemi í samstarfi við Guðrúnu Óskarsdóttur á sembal. Það er alltaf gaman að horfa og hlusta á hljóðfæraleikara sem sýna að þeir hafa gaman af því að standa á sviðinu.

Og ekki má gleyma söngvurunum. Hann Ágúst Ólafsson bassi úr Hafnarfirði söng ásamt Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur og stóðu þau sig bæði afar vel með góðum söngum og leikrænum tilþrifum.

Fínir tónleikar og þessi frekar nýstofnaði hópur á framtíðina fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband