27.4.2007 | 13:41
Þjóðernishrokinn veður uppi
Ég hef rekist á mjög einkennilega kraftbirtingu þjóðernishroka á nokkrum bloggsíðum. Hann kemur fram í því að þegar menn skrifa athugasemdir á bloggsíður útlendinga sem ekki skrifa «fullkomna íslensku» þá læða þeir inn stafsetningar- og málvillum í texta sinn í það sem þeir telja líklega sjálfir vera í háðungarskyni. Það er með ólíkindum að sjá þetta hjá fólki af örþjóð sem þarf mjög oft að gera sig skiljanlegt á erlendum tungumálum.
Þessi málfarsfasismi er öllu vitibornu fólki til háborinnar skammar!
Athugasemdir
Tek undir þetta hjá þér, var einmitt að reka augun í þetta sjálf...heldur lamað apparat til að koma höggi á andstæðinginn.
Ragnheiður , 30.4.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.