27.4.2007 | 10:11
Hvað segja lögin?
Ríkisborgararéttur
Skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar á grundvelli 5. gr. a laga um íslenskan ríkisborgararétt.
Búsetuskilyrði:
Almennt skilyrði er að umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili hérlendis í sjö ár. Ákveðnar aðstæður geta stytt þann tíma:
Hjúskapur eða staðfest samvist. Umsækjandi, sem er í hjúskap eða staðfestri samvist með íslenskum ríkisborgara, þarf að hafa átt hér lögheimili í þrjú ár frá giftingu/stofnun staðfestrar samvistar. Hinn íslenski maki þarf að hafa haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár þegar kemur að veitingu ríkisborgararéttar.
Sambúð. Umsækjandi, sem býr í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara og bæði eru ógift, hafi átt hér lögheimili í fimm ár frá skráningu sambúðarinnar. Hinn íslenski maki þarf að hafa haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár þegar kemur að veitingu ríkisborgararéttar.
Ríkisborgari Norðurlanda. Umsækjandi með ríkisborgararétt í einhverju Norðurlandanna getur fengið íslenskan ríkisborgararétt hafi hann átt lögheimili hérlendis í 4 ár.
Barn íslensks ríkisborgara. Umsækjandi, sem á íslenskan ríkisborgara að öðru foreldri þarf að hafa átt hér lögheimili í tvö ár, hafi hið íslenska foreldri haft ríkisborgararétt að lágmarki í fimm ár.
Flóttamaður. Flóttamaður, sem fullnægir skilgreiningu í alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna sem gerður var 28. júlí 1951, hafi átt hér lögheimili sem slíkur í fimm ár.
Umsækjandi sem verið hefur íslenskur ríkisborgari. Umsækjandi, sem hefur verið íslenskur ríkisborgari en hefur gerst erlendur ríkisborgari þarf að hafa átt hér lögheimili í eitt ár.
Reglur þessar miðast við lögheimili og samfellda dvöl hér á landi undangengin ár. Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrði um samfellda dvöl, hafi hún verið rofin allt að einu ári vegna tímabundinnar atvinnu eða af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem vegna veikinda nákomins ættingja, en þó allt að þremur árum vegna náms erlendis. Heildardvalartími umsækjanda hérlendis verður þó að vera að minnsta kosti jafnlangur þeim tíma sem hann verður uppfylla að miðað við þau skilyrði sem liggja til grundvallar umsókninni.
Önnur skilyrði
Umsögn tveggja íslenskra borgara. Umsækjandi sé að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur þar sem hann hefur dvalist.
Vottorð frá félagsmálaskrifstofu. Umsækjandi geti framfleytt sér hérlendis með hliðsjón af þeim upplýsingum sem koma fram í umsókn og hafi ekki þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi síðastliðin tvö ár. Fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur teljast ekki vera slíkur styrkur.
Sakavottorð. Umsækjandi hafi ekki sætt varðhalds- eða fangelsisrefsingu eða eigi ólokið máli í refsivörslukerfinu þar sem hann er grunaður eða sakaður um refsiverða háttsemi.
Svo mörg voru þau orð.
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og ætli stelpan uppfylli eitthvað af þessu?
Gunnar Aron Ólason, 27.4.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.