Olíuhreinsistöðvar og slys

Á National Geographic í kvöld var sýnd afar áhugaverð mynd um sprengingu í olíuhreinsunarstöð BP í Texas í mars 2005. Þar var lýst aðdraganda slyssins og afleiðingum. Stór hópur fólks dó og mun fleiri brunnu og slösuðust illa.

BP byrjaði á því að kenna nokkrum starfsmönnum um sprenginguna en rannsókn leiddi í ljós að þeir voru saklausir og fyrirtækið hefur bæði orðið að greiða þeim og öðrum milljarða dala í skaðabætur.

Það sýndi sig einnig að fjölmörgu var áfátt í öllum fimm olíuhreinsunarstöðvum BP í Bandaríkjunum. Þar í landi er rekin sérstök stofnun til að fylgjast með rekstri svona stöðva.

Hafa menn hér á landi hugleitt kostnaðinn við eftirlit af því tagi? Ég hvet alla áhugamenn um byggingu olíuhreinsunarstöðva á Íslandi að sjá þennan þátt þegar hann verður endursýndur á þessari stöð eða annars staðar. Kannski væri ráð fyrir RUV að ná í hann til sýninga hér heima.


mbl.is Fullyrðingar um mengun frá olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum standast ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband