En ekki hróflað við vopnalögum

Þrátt fyrir þetta mál og mörg fleiri (12.000 byssumorð á ári) lýsir Bush því yfir, staðfestur sem aldrei fyrr, að ekki skuli hróflað við hinum frjálsu lögum um byssueign.
Hann ætlar sér sem sagt að afvopna hryðjuverkamenn í öllum löndum heims nema sínu eigin. Er að furða þótt forsetanum og stefnu hans sé ekki treyst? 


mbl.is Bush harmi sleginn vegna fjöldamorðanna í tækniskólanum í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Já þetta er bara sorglegt, hvar sem á er litið.

Jón Þór Bjarnason, 16.4.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

 

Slæmt þykir mér að lesa sum viðbrögð hér heima þar sem gleymist alveg að um fórnarlömb er að ræða.  Sumir er svo illa uppteknir af Bush að sú staðreynd gleymist.  Fórnarlömb í USA er líka fórnarlömb eins og fólk í Írak, UK eða Súdan. Allt er þetta fólk meir að segja Kanar líka.  Guð veri með öll því fólki sem fellur.

Kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 16.4.2007 kl. 23:51

3 identicon

Strangari vopnalöggjöf hefur ekki skilað árangri í þessum efnum, hvorki í Bandaríkjunum né Bretlandi. Heldur þvert á móti.

Ekki gleyma því að allir menn hafa þau grundvallarréttindi sem kallast sjálfsvarnarréttur.

Reynslan er sú að löghlýðnir einir afvopnist og geti því ekki beitt þessum grundvallarréttindum sínum gegn glæpamönnum sem eru enn vopnaðir.


Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 00:02

4 Smámynd: Ár & síð

Það væri reyndar gaman að vita hve margir eru drepnir árlega í Bandaríkjhunum í því hreinni sjálfsvörn. Veistu það, Pétur? Hefur þú oft þurft að grípa til byssu í sjálfsvarnarskyni?

Ég hef nefnilega grun um að sjálfsvarnarrökin séu hin stóra blekking í þessu máli, nær allir sem ganga vopnaðir um götur stórborga eru nefnilega eki að hugsa um sjálfsvörn. Ég hef ferðast víða um heim og aldrei haft á tilfinningunni að nú hefði verið gott að hafa byssu með í för í sjálfsvarnarsykni. 

Ár & síð, 17.4.2007 kl. 07:58

5 Smámynd: Ár & síð

Þakka þér líka athugasemdina, Sveinn, (gleymdi að þakka hinum tveimur, það er hér með gert).

Fórnarlömdin í þessu hryðjuverki eru ekki síst fjölskyldur þeirra sem myrtir voru. En hvernig hefði farið ef allir nemendur skólans hefðu verið vopnaðir ,,í sjálfsvarnarskyni"? Það finnst mér skelfileg tilhugsun. 

Ár & síð, 17.4.2007 kl. 08:07

6 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæll!

Það er rakalaus þvættingur að strangari byssulöggjöf skili ekki árangri. Bandaríkjamenn þurfa ekki annað en líta norður fyrir landamærin. Þarf heldur engar ofurgáfur til að sjá, að minnkandi byssueign og vopnaburður mundi draga úr voðaskotum, beitingu vopna í heimiliserjum og nágrannarifrildi. Auðvitað er það maður sem tekur í gikkinn en meðan fólk lítur á það sem stjórnarskrárbundinn rétt að eiga byssur og beita þeim er ekki von á góðu. Sjálfur er forsetinn eindregið þeirrar skoðunar að unnt sé að beita ofbeldi í friðarskyni. svo öfugsnúið sem það er. Svo verður fólk hissa, þegar brjálæðingar grípa til byssunnar!

Sigurður G. Tómasson, 17.4.2007 kl. 16:37

7 Smámynd: Ár & síð

Rétt hjá þér, Sigurður. Það er líka gott dæmi að finna í Ástralíu sem styður þitt mál.
Og hvað eru hríðskotarifflar og vélbyssur að gera í höndunum á borgurum? Flest byssumorð í Noregi eru t.d. framin með þjóðvarðliðsvopnum, ekki byssum sem notaðar eru við skotveiðar.

Ár & síð, 17.4.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband