Að bjóða þjófum netaðgang

Hakkari nokkur sem kallar sig John P. segist eiga auðvelt með að komast að leyniorðum fólks á grundvelli t.d. upplýsinga á bloggsíðum og annars staðar. Hér eru tíu vinsælustu draumalykilorðin á lista hvers hakkara:

  1. Nafn maka eða gæludýrs, stundum með tölunni 0 eða 1 fyrir aftan (ef krafa er gerð um tölustaf í lykilorðinu).
  2. Fjórar síðustu tölurnar í kennitölunni
  3. 123, 1234 eða 123456
  4. "Lykilord"
  5. Nafn bæjar eða borgar, skóla eða uppáhalds íþróttaliðs
  6. Fæðingardagar, þinn eigin, maka þíns eða barna
  7. "Gud"
  8. "Hleyptumerinn"
  9. "Peningar"
  10. "Astin"

Um fimmtungur allra lykilorða á Netinu er búinn til á þennan hátt og það auðveldar hökkurum starfið. Ef maður býr hins vegar til átta stafa lykilorð með blöndu af há- og lágstöfum og tölustöfum er það nær óleysanlegt (nema kannski með aðstoð njósnaforrits). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband