9.4.2007 | 11:56
Ísland og Kasakstan
Ein af allra best sóttu myndum ársins er myndin um Borat, fréttamanninn ruglaða sem í orði kveðnu hæðist að Kasakstan og miklar bandaríska lifnaðarhætti. Þá geta Íslendingar hlegið dátt.
Borat er þó í raun alls ekki að hæðast að Kasakstan heldur að draga fram þversagnir, hræsni og yfirdrepsskap í Bandaríkjunum (og hafði áður gert það sama á Englandi).
Þessi grein Uwes E. Reinhardts er gagnrýni af sama meiði og gagnrýni Borats en nú bregður svo við að Íslendingum er ekki skemmt, ekki frekar en Kasakstönum var skemmt yfir Borat. Viðbrögðin á mörgum bloggsíðum hér benda a.m.k. til að svo sé.
Þetta er beitt háðsádeila á stríðssjúka klerkastjórnina í Washington og þeir sem hingað til hafa stutt hana verða að bíta í það súra epli að í þessari grein er sýnt fram á hve fáránleg hún er í raun.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.