6.4.2007 | 10:28
Meira um gallerí
Hún Heidi skrifaði um daginn vangaveltur um orðið gallerí og aukna notkun þess í alls konar samhengjum. Við fórum að kasta því á milli okkar hvað kæmi næst og þá urðu til eftirfarandi tillögur:
Gallerí tuð = Alþingi
Gallerí brauð = Bakarí
Gallerí stuð = Raftækjaverslun
Gallerí gaul = Fysta árið í söngskólanum
Gallerí sviti = Líkamsræktarstöð
Gallerí húð = Snyrtistofa
Gallerí spartl = Andlitssnyrtistofa
Gallerí skuld = Bankar
Gallerí hikk = Vínbúð
Gallerí görn = Lækningastofa ristilsérfræðings. Mætti líka nota yfir pylsuverksmiðju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.