Kennslustund í mannasiðum?

Hann er sniðugur hann Ahmadinejad forseti Írans. Honum tókst að nappa 15 breska sjóliða í landhelgi og tók þá að sjálfsögðu til fanga. Nú sleppir hann þeim orðalaust og er þar með að benda þeim Blair og Bush á þá sjálfsögðu staðreynd að auðvitað á að sleppa þeim föngum sem lítið hafa til saka unnið í alþjóðadeilum. Samanber Gvantanamó... 

Málið er bara hvort þessir tveir stríðsherrar skilja vísbendinguna en í Gvantanamó sitja t.d. 4 farþegar úr leigubíl sem stöðvaður var af tilviljun. Þeir höfðu ekkert til saka unnið. Bílstjórinn var hins vegar pyndaður í hel á viku en í skotti bílsins hafði fundist hluti úr heimilistæki.

Eitthvað hefði alþjóðasamfélagið sagt ef einn bresku sjóliðanna hefði verið pyntaður í hel en það er víst ekki sama, séra Jón og Jón imam. 

 

 


mbl.is Blair segist engan kala bera til Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já einmitt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Dagbjört Erla Magnúsdóttir

"Við berum engan kala" hljómar eins og fíflayfirlýsing frá Blair, eftir Írak. Hann er svo heimskur,að hann fattar ekki að forseti Írans er að spila alþjóðlegan póker og gerir það vel !

Gangi honum allt í haginn.

Erla Magnúsdóttir

Dagbjört Erla Magnúsdóttir, 5.4.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband