Huntingtonssjúkdómurinn og Guthrie

220px-Woody_GuthrieKastljósið fjallaði í kvöld um Huntingtonssjúkdóm sem áður var stundum kallaður Huntington´s Chorea eftir dansi nokkrum.
Hinn frægi þjóðlagasöngvari og lagahöfundur Woody Guthrie missti móður sína 15 ára gamall úr sjúkdómnum og greindist síðar með hann. Guthrie lést í október 1967 en hann var fyrirmynd margra bestu þjóðlagasöngvara Bandaríkjanna og heimsins alls. Ekkja Guthries stóð að stofnun Huntington's Disease Society of America (HDSA) sem hefur styrkt rannsóknir og aðstoð við sjúklinga.
Lög Woodys hafa verið flutt af t.d. Bob Dylan, Bruce Springsteen og U2 og áhrif hans eru ómæld á dægurtónlist síðari hluta 20. aldar.
Sonur þeirra hjóna heitir Arlo Guthrie og hefur líka gert garðinn frægan, t.d. með lögunum Alice's Restaurant og Presidential Rag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband