Merkilegasta pólitíska fréttin

Allar pólitískar fréttir dagsins falla í skuggann af stórfréttinni frá N-Írlandi. Svarnir andstæðingar sambandssinna /kaþólikka og lýðveldissinna /mótmælenda hafa orðið ásáttir um að ræða saman og leita leiða til lausna.

Það er gömul saga og ný að sé farið að blanda trúmálum og pólitík verður til svo eldfim blanda að það endar oftar en ekki með ósköpum. Kannski eru nú kristnir menn á Írlandi farnir að átta sig á því að fleira sameinar þá en aðskilur. Og svo er bara að vona að krististarnir í báðum herbúðum taki sig ekki til og reyni að eyðileggja þann vott að sáttum sem þarna er að verða til. 


mbl.is Blair: Sögulegt samkomulag á Norður-Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband