Happy Slapping

Í júní í fyrra skrifaði ég á gamla Ár & síð um þennan nýja ,,leik" Happy Slapping sem er mjög að ryðja sér til rúms í Guðs eigin landi, Bandaríkjunum. Reyndar er útigangsfólk þar víða í stórhættu fyrir ungum ofstopamönnum sem vaða um með kylfur og berja á minnimáttar, oft sjúku og máttförnu fólki.
    Nú berast fréttir af því að sama sé uppi á teningnum í Danmörku og kveður reyndar svo rammt að því að yfirvöld ætla að kynna sér málin. Það eru víðar stofnaðar nefndir en á Íslandi.
    Og þess er þá væntanlega ekki lengi að bíða að þessi villimennska berist til Íslands. - En bíðum við, bárust ekki fréttir af því um síðustu helgi að fjórir ungir menn í bíl hefðu ætlað að ráðast gegn manni á gangi sem varð svo mikið um að hann tók á rás, lenti í opnum brunni og stórslasaðist. Skyldi þetta vera upphafið að þessari villimennsku hér á landi? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef ekki orðið var við þetta hér á faraldsfræðilegum nótum eins og úti. Ég held samt að það sé vænlegast að taka á slíkum glæpum, sem skyldum brotum í temmilegri kyrrþey og ekki gefa þessu vörumerki og ýta undir þetta sem trend.  Öll svona opinber umræða getur haft öfug áhrif.  Ég las einu sinni bók, sem heitir "The Tipping Point" sem rekur athyglisverð dæmi þessa og er eitt þeirra um sjálfsmorð ástfanginna unglinga í suður ameríku, sem var rómantíserað í fjölmiðlum og kom af stað fári, þar sem fjöldi ungs fólks tók líf sitt. Umræðan um þetta sem vanda og faraldur virtist síðan verða eins og bensín á eld.

Þetta hvarlar oft að mér þegar umræða um klám og þá sér í lagi barnaklám fer á öfgafullt stig að það sé aðeins til að vekja upp forvitni og áhuga og tengja börn óæskilega við kynlífsathafnir í hugum fólks.  Það er vafalaust vandrataður meðalvegurinn í þessum efnum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Ár & síð

Það er örugglega hárrétt hjá þér að þetta er enginn faraldur hér ennþá og ástæðulaust að gera mikið veður út af einstaka málum, jafnvel þótt að maður óttist að þau vísi veg. Ég held reyndar að ef áhugi sé á fræðilegri umræðu um þetta sé bloggsíðan mín fyrirtaks vettvangur, það eru nú ekki það margir sem lesa hana

Dæmi þitt frá rómönsku Ameríku minnir mig á ,,Austfjarðafarldurinn" fyrir nokkrum  árum þegar sjálfsvíg unglinga urðu þar allt í einu of algeng. Ég veit ekki hvernig tekið var á því en sú umræða virðist a.m.k. hafa fallið niður svo vonandi tókst vel til með það.

Ár & síð, 28.2.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband