Bílatryggingar í Danmörku

Í Danmörku starfar tryggingafyrirtækið GF-Forsikring sem er í eigu þeirra sem við það skipta. Það myndi kosta okkur hjónin að tryggja fjölskyldubílinn okkar þar DKK 4.726 á ári með ábyrgð og kaskó. Hér heima kostar sama trygging þeirra sem mestan afslátt hafa á bilinu 80 til 90 þúsund. En það er ekki allt og sumt. Viðskiptavinir danska fyrirtækisins stóðu sig það vel í umferðinni að iðgjaldið var lækkað um 10% um áramótin 2006 og auk þess fá þeir endurgreiðslu á þessu ári sem nemur um fjórðungi iðgjaldsins. 

Þetta kalla ég fyrirtæki sem starfar með hag viðskiptavinanna í huga!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gætu þeir ekki stofnað útibú á Íslandi, eða má það kannski ekki? Nóg er af íslenskum fyrirtækjum í Danmörku...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband