Hugmynd fyrir almenningssamgöngur

sne1_174095bNú er stormur í Danmörku og allt á kafi í snjó. Vegir eru víða meira eða minna ófærir og hjólreiðafólk  kemst að sjálfsögðu ekki um. Hvernig er brugðist við? Jú, DSB býður öllum að ferðast ókeypis með S-lestunum í Kaupmannahöfn til þess að létta á vegakerfinu.
Væri ekki ómaksins virði fyrir Strætó að reyna þetta þegar allt er á kafi í snjó hér? Ég þykist viss um að það myndi létta mjög á snjóþungum vegum, mun auðveldara yrði að ryðja götur og minni tími færi í að að fjarlægja illa búna bíla sem þvælast fyrir. Þessi tilraun gæti svo orðið undanfari þess að gera eins og Akureyringar og bjóða öllum ókeypis í strætó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég man nú til þess að hafa ferðast frítt með strætó einn af þeim fáuu dögum sem reglulegt illviðri gekk yfir Reykjavík fyrir nokkrum árum...en það var nú víst bara vegna þess að hann var orðinn langt á eftir áætlun. Man líka að þann dag sást í vagninum fullt af fólki sem annars ferðast aldrei með strætó.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband