21.2.2007 | 21:34
Grænu kosningabyltingunni í Reykjavík formlega lokið
Nú er það komið í ljós sem margir héldu fram að yfirborðskenndar yfirlýsingar um umhverfiskærleika núverandi borgarstjórnarmeirihluta voru hjómið eitt. Ekki er gripið til neinna aðgerða gegn mikilli loftmengun í borginni heldur þvert á móti stuðlað að sem mestri umferð. Uppi eru áform um að saxa enn meira á græna svæðið í Laugardal og þrengja að skólastofnunum þar með byggingum fjöleignarhúsa.
Hámarki nær þó þetta tómlæti með þrábeiðnum um að kæra ekki einhver mestu umhverfisspjöll sem lengi hafa verið unnið í landi Reykjavíkur, hin æpandi sár í Heiðmörk þar sem beinlínis er hæðst að dugnaði borgarbúa áratugum saman við að reyna rækta nýjan skóg. Eru borgarbúar virkilega sáttir við þessi mjölkisulegu viðbrögð gegn oflæti rudda sem engu eira? Er það virkilega svo að flokkslitur skiptir meiru en tilfinningar borgarbúa og náttúruvernd? Og á meðan er moldinni ausið í bingi.
Athugasemdir
Stöndum vörð um Laugardalinn!
Fundur um framtíð Laugardalsins fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 17.00, á blettinum fyrir neðan Langholtsskóla.
Mætum sem flest!
http://laugardalur.blog.is
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.