Sjálfsstyrkingarátakið á RÚV og klámhundadagar

Nú er nýlokið síðari hluta árlegs sjálfsstyrkingarátaks starfsfólks ríkisfjölmiðlanna sem öðru nafni kallast kjör kynþokkafyllsta karls/konu landsins. Þar hvetur Rás 2 hlustendur sína til kjósa einhvern þekktan, helst starfsmann RÚV. Yfirleitt duga nokkur hundruð atkvæði til að tryggja sér titilinn enda er nú svo komið að nær allir áberandi hjá RÚV hafa verið kjörnir nema Una Margrét og Lísa Páls. Stundum tekur starfsfólk einhvers annars fyrirtækis sig til og kýs fólk úr sínum hópi en þá brestur á mikil fýla í Efstaleitinu og talað er um svindl!

Ekki hefur farið fram hjá neinum sem les blogg að framundan eru sögulegir klámhundadagar á Íslandi. Væri nú ekki upplagt fyrir Rás 2 að ná sér upp úr þessu hallærislega hjólfari og kjósa klámhund ársins? Þar koma örugglega margir til greina í þessu samfélagi þar sem neðanbeltishúmor er nær alltaf útleið brandarakarla og –kvenna, ekki síst þeirra í slappari kantinum.

Það að kjósa kynþokkafyllsta karlinn eða konuna er hins vegar svipað og að láta útvarpshlustendur velja bragðbestu súpuna í hljóðveri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he...

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2007 kl. 16:13

2 identicon

Úr sér gengin keppni!!!!!!!!!!!!!!

 Gefa verðlaun fyrir að gera eitthvað af viti þ.a.s. Framlag til mannkynsins. Eittthvað i anda Nóbel kannski :)

anna linda (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband