Íslensku áhrifin

Danir eru ekki allir ánægðir með sinn hlut núna. Fjölmargt hefur hækkað í verði þar í landi meira en góðu hófi gegnir undanfarið. Eldsneyti og sólarlandaferðir eru ofarlega á blaði en líka ýmsar drykkjarvörur, t.d. gos og kaffi. Tryggingar hækka langt umfram kostnaðarvísitölu og sama má segja um vöru á borð við skófatnað, bækur, skartgripi og ýmsar hollar matvörur, ekki síst fisk.
Það er augljóst að viðskiptalífið í því landi er að draga sinn lærdóm af íslensku útrásinni. Málið er bara hvort Danir láta bjóða sér endalausar og jafnvel órökstuddar hækkanir á sama hátt og Íslendingar hafa löngum gert án þess að mögla. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband