Færsluflokkur: Dægurmál

Ömurlegt ástand

43% þjóðarinnar býr við örbirgð, helmingurinn er atvinnulaus og 70% hefur ekki að gang að hreinu vatni. Við þetta býr þjóð í landi þar sem einar mestu olíubirgðir heims eru í jörð.

Og hver er ástæðan að sögn Oxfam? Jú, Stjórn Íraks, SÞ og aðrir sem veita aðstoð hafa einbeitt sér svo að endurreisn innviða hins pólitíska kerfis að almennir borgarar hafa alveg gleymst. 

Þetta er níðangursleg útgáfa af gömlu læknasögunni: ,,Aðgerðin heppnaðist vel en sjúklingurinn dó".  


mbl.is Þriðjungur Íraka í þörf fyrir neyðarhjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gary Brooker í Tívolí

Það var gaman að sjá þá félagana Gary Brooker og Georgie Fame með Tivolis Big Band á Plænen í gærkvöldi. Ég hefði reyndar viljað heyra meira í Gary en Fame er auðvitað meiri djassisti. Þetta var hörkufínn bigbanddjass og svæðið troðfullt af fólki en við höfðum pantað borð á Balkonen fyrir 3 mánuðum, sátum í stúkusæti og gerðum vel við okkur í mat og drykk á meðan djassinn dunaði.
Okkur Atla varð báðum tíðhugsað til tónleikanna með Procul Harum í ágúst í fyrra og við borðið okkar þriggja var laus stóll fyrir fjarstaddan vin.


Þetta var nú vitað

Magnús Þorkell Bernharðsson er merkur sérfræðingur í málefnum Austurlanda nær. Í Silfri Egils fyrir nokkrum árum nefndi hann það í umræðum um Íraksstríðið að það væri háð vegna olíu. Ungur hægrimaður sem var með honum í þættinum mótmælti því ákaflega og þótti það fáránleg fullyrðing sérfræðingsins.

Það er ágætt að einhver fulltrúi innrásaraflanna skuli nú þora að segja það sem margir töldu sig vita. Margir bandarískir hermenn halda þó ennþá að með stríðinu sé verið að hefna fyrir árásina á tvíturnana í New York.


mbl.is Ástralar í Írak fyrir olíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hilmar J. Hauksson er látinn

Hilmar J. Hauksson kennari, tónlistarmaður, sjávarlíffræðingur og lífskúnstner lést á fimmtudaginn. Það er ómögulegt að minnast hans í fáum orðum en eftir 40 ára samfylgd er ég ríkari af minningum en ég hefði verið án hans. Hann var vinur í raun, stóð við orð sín,var ekki eins illa við neitt og leiðindi og dýrkaði ferðalög og samveru við vini sína. Hans verður víða saknað.

Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju á mánudaginn 25. júní kl 13.

 


Gangstéttir og aðrar torfærur

Þetta er stundað um allt land, hér í götunni hjá mér eru guttar stöðugt að þenja ónúmeruð torfæruhjól, síðast núna fyrir um 2 tímum.


mbl.is Ók torfæruhjóli á kyrrstæðan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélhjólamenn og slys

Nýlega hópuðust vélhjólamenn saman á Hellisheiði til að mótmæla nýju umferðarmannvirki sem ætlað er að hindra slys.

Nú hafa hins vegar á örfáum dögum orðið þrjú alvarleg vélhjólaslys á mönnum sem voru að þverbrjóta öll lög og ganga gegn öllu velsæmi. Ætli það sé ekki að sannast sem margir hafa sagt að vélhjólamönnum stafar minni hætta af umferðarmannvirkjum en meiri af eigin fífldjarfri áhættuhegðun? 


mbl.is Féll af vélhjóli og slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pentagon og hommabomban

Pentagon vann um hríð í fullri alvöru að því að þróa sprengju sem átti að gera óvinahermenn að hommum. Um það má lesa hér. Hefði þetta tekist hefði nú aldeilis orðið fjör á Gay Pride í Bagdad.

Skoðanir - ekki hlutleysi

Michael Moore er auðvitað ekkert hlutlaus áhorfandi. Hann sér samfélag sem honum finnst margt athugavert við og reyndir að lýsa því eins og hann sér það. Hann er oft skarpskyggn en auðvitað getur honum orðið á og stundum sést hann ekki fyrir. Yfirleitt er þó gaman að honum og eitt allra beittasta sjónvarpsefni sem ég hef séð var þegar hann safnaði saman fólki sem hafði misst hafði röddina vegna reykinga, óbeinna eða beinna. Hann stofnaði með þeim kór, æfði jólalög og heimsótti tóbaksfyrirtækin. Það var magnað sjónvarpsefni. 


mbl.is Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílnúmer við hæfi

200px-Mascara_closeupNúna á áttunda tímanum í kvöld var ég leið heim á Sæbrautinni og ók á eftir svörtum glæsibíl. Við stýri sat kona og á 60 km hraða var hún  önnum kafin við að bera á sig maskara. Hún hafði sjálfsagt fulla ástæðu til þess en það skemmtilega var að bílnúmer hennar var BEIB. Þar er greinilega bílnúmer við hæfi. 


Versta plötuumslag sögunar?

worstalbumcovers21Er þetta versta plötuumslag sögunnar? Það kemur a.m.k. vel til greina. Hvað þarf ekki aumingja guð  að sætta sig við frá fylgismönnum sínum. Hér eru reyndar fleiri af því taginu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband